Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Jæja, komin miðvikudagur.
Prófið búið, og viti menn...haldiði ekki bara að ég hafi náð prófinu og er orðin 2. árs læknanemi núna :-)
Annars er lítið að frétta. Endaði á djammi á föstudaginn (skamm Heiðrún) sem var mjög gaman en algjört rugl þar sem ég fór í prófið á mánudaginn og lærði þannig ekkert súper mikið um helgina! En það er ekki vandamál lengur!

� gær fór ég svo á Foo Fighters tónleikana! Magnaðir tónleikar! En það voru svona 1000 manns of margir inni í Laugardalshöllinni og það var svo ógeðslega troðið að maður var í kremju jafnvel þótt maður stæði aftast.
Ég tróð mér hins vegar fremst og endaði ein og þegar ég var alveg að kafna þarna fremst (ég er nú ekki sú hávaxnasta) voru öryggiskallar sem kipptu mér upp og ég henntist yfir hrúguna og endaði næstum því upp á sviði! Stóð svona hálfan meter frá Dave Grohl og vinkaði honum! Hvesu mikil snilld er það!

En ég á víst að vera að vinna núna svo ég held að ég komi mér aftur að verki!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home