Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

föstudagur, desember 12, 2003

Ef eitthver er að velta því fyrir sér þá...
...já mér gekk mjög illa í prófinu á miðvikudaginn. Ég var alls ekki sátt, held að það séu meira en helmingslíkur á að ég falli, ég ligg bara á bæn núna og bið um 5,0.
Ég er alls ekki sátt, ég var búin að læra svo geðveikt mikið að mér finnst ég ekki eiga það skilið að falla...helvítis próf.

En ég fór á muse tónleika um kvöldið og þvílík snilld! Ég er búin að vera að velta því fyrir mér að skrifa smá pistil um tónleikana en ég treysti mér bara eiginelga ekki til þess...þetta var bara algjör snilld og maður kom út í þvílíkri vímu eftir alveg ótrúlega, einnkarlega, sérlega vel heppnaða tónleika.

En það er eitt próf eftir, þó að próf dauðans (líklega erfiðasta próf sem ég tek á ævinni) er búið þá eru prófin ekki búið svo það þýðir ekki að gleyma sér í letinni og sitja á rassinum og bora í nefið endalaust! Nei nei nei, það verður að taka á því núna svo að það bíði mín ekki tvö sumarpróf í ágúst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home