Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

laugardagur, apríl 17, 2004

Er á lífi...er í próflestri...sem þýðir að ég er varla á lífi.
Veit allt um magann núna og lifrina...ætti samt að vita líka allt um hjartað, lungun, brisið, miltað, þarmana, innri og ytri kynfæri karla og kvenna, þvagblöðruna, gallblöðruna, þvarásina, endaþarminn, miðmæti, vélindað, barkann og örugglega eitthvað meira sem ég er að gleyma. Úps, soldið mikið eftir.

Lifi uppi í skóla núna, er búin að koma mér helvíti vel fyir með nóg af nammi og kóki, kælibúnað fyrir kókið mitt, alla geisladiskana mína, og já...þá þarf ég ekki fleira.
Ég verð í dvala til 14. maí en þá eru prófin loksins búin!! Jei jei jei, mikið hlakka ég til.
Svo styttist nú líka heldur betur í afmælið mitt, jei, bara 10 dagar í ammæli!! Ætla sko að gera eitthvað skemmtilegt þá :-)

En nú er það gallblaðran og bile duct sem bíða mín upp á lesstofu...
...Dr. Maack kveður frá læknagarði, heimili sínu næsta mánuðinn...over and out!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home