Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

fimmtudagur, júní 03, 2004

Snilldar bústaðarferð...hreint út sagt ein sú besta sem ég hef farið í. Umhverfið þarna í kring er ótrúlegt, maður er alveg einn út af fyrir sig, fengum gott verður, góður pottur, gott grill, mikið af bjór og rauðvíni, góðar fjallaferðir farnar, gott fólk sem sá sér fært að kíkja í heimsókn og njóta þessa með okkur...já ég held að maður geti nú varla beðið um meira.

Byrjaði svo að vinna á slysó á þriðjudaginn. Líst bara nokkuð vel á þetta, held að ég eigi eftir að geta lært alveg heilan helling þarna. Fór á morgunvakt og mætti í góðum gír og fékk þá vaktarplanið mitt og sá þá að ég átti líka að vera á næturvakt seinna um kvöldið/næstu nótt. Massaði það bara en var drullu þreytt á miðvikudags morgun eftir að hafa sofið nichts í meira en sólahring. Er bara að baða mig í sólinni hins vegar í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home