Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

mánudagur, september 01, 2003

Klukkan hringir í morgun, lít á hana, korter yfir sjö, what the fuc..., af hverju er ég að vakna svona snemma!!!! Snooze!
En nei, enga leti, skólin byrjar kl. 8!
Skrítið að vera byrjuð aftur í skólanum, mér finnst eins og sumarið hafi bara aldrei komið.

En helgin ja, hvernig var helgin mín. Helgin var skrautleg!
Föstudagur: Byrjað að fara á listasýningu með Andreu stóru systur, mömmu sætu og Bryndísi bestu frænku. Ógeðslegt hvítvín í boði, en ég meina hei, þetta er samt áfengi. Farið í heimsókn til Kalla buddy og hellt í sig bjór meðan kauði var að pakka. Leigari í bæinn, röð dauðans á hverfis svo mín dróg upp Félag læknanema korið sitt og bullaði eitthvað og dyraverðinum og mín inn fyrir framan alla röðina! Engin á hverfis svo ég hringdi í Dr. Helga og hann og Ölli á röltinu. Hitti Sigurveigu (1. árs nemi) og dróg hana með mér. Fórum öll á Ari í Ögri og drukkum brennivín með bandaríkjamönnum. Hulda, Arnar, Ólöf og Kamila komu og búggíuðu með okkur. Arnar og ég tókum "í nafni ástarinnar" með trúbadornum sem var að spila. Kvöldið endaði miðurlega, eða hvað veit ég? Ekki man ég það?
Laugardagur: Bara eitt orð ÞYNKA!

En bækurnar bíða, ætli þeir eigi ekki eftir að bíða þangað til í nóvember...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home