Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

laugardagur, júlí 31, 2004

Jæja verlsunarmannahelgin komin og hver er Dr. Maack stödd??
Jú hún er stödd í vinnunni, og vitiði hvað...það er bara fínt. Ég djammarinn sjálfur sem hef aldrei alla mina ævi unnið um verslunarmannahelgi heldur alltaf verið í góðum fíling eitthvers staðar í pollagallanum mínum er bara mjög sátt við stöðuna eins og hún er núna. Horfði líka á sjóinn í gær sunnan megin við landið og ég verð að segja eins og er að ég stórefast um að ég hefði látið plata mig upp í Herjólf miðað við ástandið á sjónum. Vonandi bara fyrir eyjafara að veðrið verði ekki algjör viðbjóður allan tímann.

Eftir vaktina í dag þá á ég aðeins 5 vaktir eftir hér á slysó og mun þá hætta til að sinna mikilvægar málefnum...lestri.
Og já, ég hlakka eiginlega bara hálfpartinn til þess.

Mig vantar aðstoð. Jónas minn á afmæli á fimmtudaginn og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gefa honum!! Allar hugmyndir eru mjög vel þegnar!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home