Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

þriðjudagur, október 21, 2003

Ferðasaga mín til Bretalands
Fimmtudagur:
Skóli um morguninn, spenningur komin í­ mig. Farið út á flugvöll, tveir kaldir Kallar (Carlsberg) runnu niður og kippa í­ töskunni. Keypti bara smá nammi. Lentum í­ Starnsted, Haukur var mættur að taka á móti okkur. Keyrðum í tvo tí­ma eftir hraðbrautinni til Royal Leamington Spa þar sem fjölskyldan mí­n beið. Tekið á móti okkur með miklum knúsum og látum af hálfu SFH (sóley friðrika hauksdóttir) og SKH (svala kristí­n hauksdóttir). Bara rólegt kvöld.

Föstudagur
Vaknað og rölt niður í­ miðbæ í­ Leamington og verslað :-) SKH var með hita og hálf lasin en­ SFH var í­ fullu fjöri. Fór síðan um hálf sex leitið á lestarstöðina og ætlaði að kaupa mér lestarmiða til Cardiff með viðkomu í­ Birmingham á 36 pund en það var rafmagnsleysi í­ Birmingham svo að ég hefði lí­klega aldrei komist á leiðarenda ef ég hefði farð þá leðina svo að ég keypti lestarmiða til Cardiff með viðkomu í­ Reading á 57 pund!!! Við erum að tala um 7000 kr fyrir lestarferð fram og til baka!! Algjört morð að henda peningunum sí­num í­ þetta rugl svo það var eins gott að feðin varð að lokum þess virði!! Kom um hálf níu til Cardiff eftir lestarferðina þar sem ég cillaði með Carlsberg í­ annari og heftið hans Hannesar Blöndal um hálsinn í­ hinni. Þar tók Lára Sóley á móti mér og var ógeðslega gaman að sjá hana. Fórum á barinn í­ skólanum hennar, by the way sem er geðveikt flottur, skólinn sko, og barinn :-)
Drukkum báðar meira áfengi, ég fékk Láru til að drekka VK appel, sætan drykk dauðans, fjögur stykki takk fyrir á no time. Röltum síðan á Burger King þar sem ég fékk mér franskar og laukhringi og síðan á klúbb sem ég man ekki hvað heitir. Þar áttum við gjörsamlega dansgófið, dönsuðum af okkur fæturnar og allir strákarnir hópuðust í­ kring um okkur. Þar talaði ég við DJ-inn og bað hann um að spila uppáháldslagið mitt fyrir mig, Gangsters paradise með Coolio!! Hversu magnað lag er það og viti menn helduru að hann hafi ekki bara spilað þettaa strax því­ honum fannst þetta svo góð hugmynd og ég svo sæt! Fórum heim, lögðumst upp í­ rúm heima hjá Láru og vorum að spjalla og hlæja þangað til að við sofnuðum báar á sömu sek í­ öllum fötunum. Snilld :-)

Laugardagur
Þegar ég vaknaði beið mín ýkt flottur morgunverður a la Lára eftir að ég hafði stokkið í sturtu og þvegið af mér mesta djamm skítinn. Við sjölluðum meira og hlógum meira og síðan tók ég lestina tilbaka til Leamington um hádegið. Vegna lestartafa eins og virðist vera mjög algengt í Englandi var ég 4 klukkutíma á leiðinni heim. Haukur og SFH tóku á móti mér og við fórum síðan fljótlega aftur í bæinn að eyða meiri pening :-)
Um kvöldið elduðu Haukur og Valgerður svo ógeðslega góða nautasteik og ég át á mig gat og drakk sumardrykk, rauðvín og bjór eins og ég gat í mig látið. Börnin svæfð og amman látin passa og ég, Valgerður og Haukur fórum og kíktum á næturklúbb. Það átti ekki að hleypa okkur inn þar sem að ekki er heypt inn á skemmtistaðina eftir kl. 12:30!! Haló, hversu heimskulegt er það!! En við létum ekki deigan síga, fundum bakdyrnar og komum okkur inn. Bjór á barnum og dansað. Aftur tók ég mig til og spjallaði við DJ-inn og enn og aftur tókst mér að fá hann til að spila Gangsters paradise með Coolio fyrir mig :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home