Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

mánudagur, október 06, 2003

Heilapartýið!!!!

Sjúkraþjálfarar á 2. ári, þið eruð snillingar, já þið eruð algjörir snillingar!! Þið kunnið sko að halda partý, heilapartýið var algjör snilld!
Þetta hófst með sundferð í vesturbæjarlaugina þar sem sex hraustar stelpur mættu (þið hinar 21 eruð bara latar) og farið í gufu og allar orðnar voða sætar og fínar. Fyrirpartý hjá Bóbó, pizza og þrír bjórar í upphitun. Farið niður í hús kafarafélagsins í Nauthólsvík þar sem partýið var. � boði voru tveir balar af bollum og hellingur af bjór! Ummm...algjör snilld. Allir merktir með heila nafni og mér hlotnaðist sá heiður að heita Heiðrún hydrocephalicus (þið sem eruð ekki læknisfræði töffarar þá er þetta Heiðrún vatnshöfuð). Allir hétu nafniu sínu og eitthvað heiti í heilanum en ég var reyndar undantekning og fékk að vera sjúkdómur :-)
Mikið dansað, fín tónlist, góður dýraleikur (sem ég vann reyndar ekki :( ) og bara búggí fram eftir nóttu. Allir vel drukknir eins og læknanemum einum er lagið, sumir fullari þó en aðrir en ég hélt mig bara á mottunni. Kalli kíkti aðeins í heimsókn í partýið og var hálf hræddur held ég ; ) Ólöf kom líka með Kamillu en þær stoppuðu ekki lengi. Svo var farið í bæinn, ég neitaði að bíða í klukkutíma röð í þvílíkum kulda á hverfis svo við fórum bara á felix. Fínt þar, mikið dansað, leið reyndar eins og ég væri komin aftur inn á Sportkaffi, vantaði bara Sissu með mér! Sama fólkið og var alltaf þá þar og sama tónlistin, sumt breytist aldrei. Eftir góðan dans fórum við á Nonna og svo leigari með Hálfdán, Völu og Ólu. Fór með Ólu upp í Kópavog og krassaði þar, hún var vel drukkin stelpan hihihihi. Mikil læti í okkur og mikið hlegið af skondnum atvikum kvöldsins þangað til að við hálf drápumst um hálf sex. Algjör snilldar kvöld!

En ætla að drulla mér upp í skóla að læra núna, var þar frá 8-18 og núna er ég búin að vera heima í mat í alveg einn og hálfan tíma og tími til komin að fara að koma sér aftur á stað!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home