Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

sunnudagur, september 28, 2003

Óvissuferð síðasta föstudag!!

Þvílík og önnur eins snilld! Þetta var mögnuð ferð. Við stelpurnar byrjuðum á því hita okkur aðeins upp upp í læknagarði og ég hellti í mig tveimur breezerum (ég að drekka brezzer, halló halló hvað er að gerast) á ekki meira en 10 mín svo maður var komin í gírinn í rútunni kl. 18. Þá var farið á Við Tjörnina þar sem við fengum snittur og skoluðum þeim niður með nokkrum góðum og köldum bjórum. Þar var kynnig á hjálpartækjum ástarlífsins og var mikið hlegið og tókst gaurnum að selja nokkrum egg eftir að mikil meðmæli höfðu verið sett fram af Ólöfu snillingi.
Rútan fór með okkur niður í Baðhúsið þar sem við skelltum okkur í pottinn og drukkum freyðivín. Eftir þetta voru allir orðnir mjög mjög mjög mjög fullir og ég var þar ekki undanskilin. Fórum niður á Kapital og hittum þar stákana sem voru engu skárri en við. Hihihi.
Þetta var algjör snilld, ég dansaði eins og ég ætti dansgólfið og hélt áfram að drekka! Svona á að gera þetta! Og klukkan bara rétt orðin 22:00!! :-)
Um hálf tvö var svo ákveðið að það væri komin tími á heimferð og Óla og Sigga, sem voru ansi vel hressar líka, ákváðu að við værum að fara upp í læknagarð að sækja linsurnar þeirra eða gleraugun eða eitthvað álíka! Svo það var rokið þangað og svo ætluðum við allar upp í kópavog en þá allt í einu kom upp úr Ólu að hún ætlaði upp í Breiðholt til Arnórs og ég átti bara að koma með þangað! Einmitt það sem mig hefur alltaf langað til að gera!!! (right) Svo ég rak þær bara heim í leigubíl, chillaði aðeins upp í læknagarði og rölti mig svo heim.
Gott kvöld, einkunn = 9,5. (10 ef ég mundi muna eftir öllu kvöldinu)

Laugardagur og sunnudagur eru svo lærudagar, eða reyna að læra dagar.

Núna þarf maður svo bara að taka aðeins á stóra sínum og klára þessa næstu heilaviku og svo er próf á laugardaginn. Jei jei jei jei því eftir það er svo bara heilapartý og þá verður tekið á því!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home