Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

ÉG ER SVO MIKILL LÚÐI!!!!!!!!!!

Áðan þá ætlaði ég að massa þetta, ég fór í ræktina í súpermanbolnum mínum og stuttbuxum og ætlaði heldur betur að massa þetta. Fór á hlaupabrettið og hljóp eins og viltleysingur í 25 mín en þá varð mér allt í einu litið á klukkuna á veggnum. Humm...17:10...af hverju finnst mér eins og ég eigi að vera að gera eitthvað annað?!?!?! Lalalalala, hlaup, hlaup, hlaup áfram...GGGAAARRRRRRGGGGGG...ég á að vera uppi í læknagarði kl. 17:15 að hitta JJJ (kennarann minn í lífefnafræði) að ræða um eitthvern fyrirlestur sem ég á að halda á morgun...SHIT!!!
Stökk af hlaupabrettinu, út í bíl, brunað upp í læknagarð...hæ JJJ, ég heiti Heiðrún og er í lífefnafræði, ég held að það sé sumar því að ég er í stuttbuxum, ég held að ég sé ofurhetja því ég er í supermanbol og já, ég lykta eins og svín, ég fer bara í sturtu á jólunum!!!
Guð minn góður, ég var eins og hálviti, ég veit ekki hvað greyið kallinn heldur eiginlega um mig núna...
...þá er ég fallin í lífefnafræði að minnsta kost :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home