Hálf sorgleg helgi svo ekki sé meira sagt. Lært allan föstudaginn, horft á idol með Hildi. Ólu og Siggu heima hjá ömmu og afa hennar Hildar! Halló hvað gerir maður ekki til að sjá idol!
Mætt upp í skóla kl hálf ellefu á laugardagsmorgun. Læknagarður til kl. hálf ellefu á laugardagskvöldið. Heim, lagðist upp í sófa, horfði á endinn á e-i mynd í ríkissjónvarpinu. Komið sér vel fyrir og lært uppi í rúmmi til þrjú.
Sofið út á sunnudegi. Fór í skírn til Birnu í digraneskirkju og veislu. Nafn, já, það er komið nafn á litlu Birnu! En hún heitir ekki litla Birna (kom á óvart!) heldur SUNNA KRISTÍN! Já, ég óska henni til hamingju með nafnið, mér finnst það mjög fallegt!
Borðaði ógeðslega mikíð í veislunni...nammi nammi nammi...ógeðslega gott! Sumir borðuðu samt ekki neitt því þeir komu beint af djamminu í skírnina og voru svo hryllilega þunnir að þeir ældu meira að segja í digraneskirkju ;-) Hi hi hi hi, já Agnes mín, þú berð sko rónatitilinn svo sannalega uppi eftir þessa framistöðu!
Beint upp í skóla í sparidressinu að læra = sorglegt!
Bíó um kvöldið með Bryndísi og Grísla, Matrix III! Hvað er maður að spá að fara að sjá mynd númer þrjú, alveg sama hvaða mynd þetta er, það getur ekki boðað gott...videómynd í mesta lagi, alveg hægt að sleppa henni alveg samt.
Er að prenta út glærurnar fyrir fyrirlesturinn í lífefnafræði í fyrramáli! Hvað er eiginlega málið með þessa kennara???? Ég get svo svarið það!!! Við erum að tala um 67 glærur fyrir einn tvöfaldan tíma þ.e. 2 x 35 mín = 70 mín! Við erum að tala um eina glæru á mínótu...gleymdu þessu,´þú átt ekki eftir að komast yfir helminginn af þessu!!! En ég meina hei, það er alltaf gott þegar að kennarar fara vel út fyrir námsefnið og maður þarf að læra miklu meira heldur en maður hefur tíma til og þarf að lesa meira en helminginn af efninu sjálfur án þess að kennarinn fara boffs í baun í nokkuð í því...takk kennari, þetta verður góður dagur á morgun!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home