Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

laugardagur, nóvember 15, 2003

Bikarinn í sundi um helgina og ég ekki að keppa með :-(
Við erum að tala um í fyrsta skipti síðan 1994! Skrítin tilfinning þegar ég fór upp í sundhöll að horfa á á föstudaginn...800 skrið og engin Heiðrún að synda með tempó 56!! Bara rugl!

Og já, Birgitta Haukdal í TV...sögurnar á götunni segja að hún sé nýkomin úr kókaínmeðferð...eitthver sem veit eitthvað meira um það???

Jæja nú skal lesa bók,
um heila, kjarna og rætur.
Þetta hlýtur að vera djók,
ég býð þess aldrei bætur.

Blöndalinn er besta skinn,
þó semji flókin hefti.
Þetta kemst ei allt í heilann minn,
þótt ég dag og nætur lesti.

Að gefast upp er ekki val,
því styttis hratt í jólin.
Þá djamma ég í stórum sal,
og hugsa ei lengur um mólin.

Takk fyrir og góða nótt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home