Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

mánudagur, nóvember 03, 2003

Að sjálfsögðu var ég bjór og ekki nóg með það heldur var ég froskur að koma upp úr bjórdós því að ég ákvað að vera í kermit búning innan undir!!
Helgi vill endilega drepa Billa í kvöld klukkan átta. Það hljómar bara sérdeilis ágætlega! Óla þykist eitthvað vera að beila en ég held að hún láti nú sjá sig, ég trúi ekki öðru upp á hana. Og hver veit nema að Bobo og Hildur hjálpi til við morðið!
Annars var lært ágætlega um helgina. Fór í afmæli til Ölla á laugardagskvöldið, Til hamingju með afmælið Ölli!!! Fékk mér nokkur rauðvínsglös og g&t glös en fór bara heim um eitt-leytið að lúlla.
Lært og lært og smært á sunnudaginn.

Djöfull massaði ég þetta í dag hins vegar. Hélt þennan snilldar fyrirlestur um útlit og traust og Siggi Árni massaði heldur betur skilgreininguna á trausti. Ólöf mín, þú áttir samt daginn því að lögin sem að þú last upp fyrir okkur svíkja engan!

En hópumræður í lífefnafræði bíða! Annar fyrirlestur í dag...þetta bregst aldrei...ég er svo glöð :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home