Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

föstudagur, nóvember 28, 2003

Tónlist!
Tónlist er magnað fyrirbæri sem hefur ótrúlega mikil áhrif á líf margra okkar. Ég er búin að sitja í allan dag og lesa um sjálfvirka taugakerfið og hlustað á tónlist í leiðinni. Þegar allar þessar taugabrautir voru farnar að flækjast í hausnum á mér sökum of langrar setu byrjaði hugurinn að fara á flug og tónlistin sem ég var að hlusta á greip huga minn sterkum tökum og ég flaug inn í hana. Ég fór að velta því fyrir mér ef að ég væri að fara að eyðieyju og mætti bara taka 10 af geisladiskunum mínum með mér hvaða diska ég mundi taka?? Púff, þvílík vandamál sem myndi fylgja því, bara 10. Diskasafnið mitt er nú ekki það stærst sem um getur en þó á ég töluvert fleiri diska en 10 svo að nú var úr vöndu að velja. Hvernig á maður að velja sér 10 diska? Eftir langa og stranga umhugsun var ég komin með lista sem þó er á miklu flakki því að töluvert margir aðrir diskar komu jafn sterklega til greina en maður verður að velja víst og hafna og held ég að hugarástand manns þegar á hólmin er komið að taka slíka ákvörðun hafi gífurleg áhrif.
Listinn: (þetta er ekki eftir númerum um hver er bestur heldur einungis upptalning)
1. Placebo - Without you I´m nothing
2. The Smashing Pumpkins - Rotten Appels (Greatest hits)
3. Radiohead - OK Computer
4. R.E.M. - Very Best
5. Nirvana - Unpluged in New York
6. Skunk Anansie - Stoosh
7. The Cranberries - No need to argue
8. Muse - Orgin of symmetry
9. Portishead - Dummy
10. Heiðrún
Þetta var ekkert smá erfið ákvörðun en ég ákvað að reyna að leyfa þessu að vera sem breiðast, ekki einblína bara á eina hljómsveit t.d. Og já, síðasti diskurinn...Heiðrún...þetta er svona diskur sem ég bjó til fyrir sjálfa mig fyrir nokkrum árum. Eins og allir hafa upplifað þá getur tónlist haft ótrúlega mikil áhrif á manneskju sem persónu, við tengjum atburði úr lífi okkar, bæið góða sem og slæma, við ákveðin lög og jafnvel heil tímabil í lífi okkar geta haft órjúfanleg tengst við tónlist. Ég eyddi því töluverðum tíma á sínum tíma og skrifaði niður öll þau lög sem að eru mér persónlega eitthvers virði, jafnvel þó að gæði tónlistarinnar sé umdeilanleg, þá eru þau eitthvers virði fyrir mig. Eins og ég segi þá er þetta ómetanlegt og getur verið gott að grípa í disk sem slíka á ótrúlegustu stundum í lífi mans, góðum eða slæmum. Svona diskar verða ekki úreltir. En svo er spuring um hvort að það sé ekki komin tími á að gera nýjan svona disk. Síðan ég bjó hann til hefur mikið vatn runnið til sjávar og tilfinningar tengdar örðum lögum brjóstast í manni í hvert skipti sem maður heyrir þau. Á móti finnst mér þó standa að ég vill ekki falla í þann farveg að gera þetta að eitthverri stórframleiðslu hjá mér, svona eins og pottþétt diskarnir eru orðnir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home