Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

laugardagur, janúar 24, 2004

Algjör snilld í gær!
Var að hanga upp í læknagarði og alveg ekki að nenna að læra frekar en fyrri daginn. Þá fara garnirnar í mér að gaula og ég og Helgi ákveðum að fara á Subway í kringluna að fylla mallan. Gott mál bara. Lítum á klukkuna þegar við erum búin að borða...hummm...klukkan er að verða fjögur...þá kemur Helgi með þessar snilldar hugmynd..."er ekki fjögur bíó??" og viti menn, haldiði að við höfum ekki bara skellt okku í fjögur bíó á The hunted manson ásamt svona 5 öðru fólki og má með sanni segja að við höfum verið að hífa meðalaldurinn í salnum töluvert upp. En þvílík snilld að nenna ekki að læra og skella sér bara í fjögur bíó í staðinn!

Forvarnastarfs peppup í kafarahúsinu um kvöldið. Góð kynning á getnaðarvarna hringnum, nóg af bjór í boði og samlokum og svo búggí búggí fram eftir nóttu! Skrapp á hverfis eftir það en var orðin þreytt svo ég fór bara snemma í bælið. Gott kvöld samt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home