Þetta er til skammar! Næstum því vika síðan að ég sendi frá mér línu!!
Allir dagar eru nú samt nokkuð eins...bara skóli og læra.
Í síðustu viku fór ég á heilsugæslu á fimmtudag og föstudag. Það er nú ekkert til frásögu færandi, enda er ég heldur ekki að fara að skrifa neinar sögur hér þar sem maður er náttúrulega bundin þagnaskyldu ;-) En á föstudagsmorgninum fór ég á Eir að fylgja lækninum þar. Það var svona máturlega áhugavert þangað til að ég þurfti að sitja á fundi með lækninum og hjúrunarfræðingunum þar sem verið var að ræða lyfjabreytingar og annað slíkt. Fundurinn stóð yfir í heila 2 og 1/2 tíma!!! Hélt ég yrði ekki eldri!! Og ekki nóg með það heldur tók króníski svefnvandamálið mig sig upp og ég bara gat engan vegin haldið mér vakandi! Svo að þarna þurfti ég að sitja í 2 og 1/2 tíma eins og illa gerður hlutur, gat varla haldið augunum opnum, með kaffibolla í annarri og kaffikönnu í hinni!
Vísindaferð á föstudaginn! Já já, þessi líka góða vísindaferð sem endaði með rúnt í rútu í kringum seltjarnarnes drekkandi bjór!! Góð Idol-stemmning á Pravda, og úrslitin, já úrslitin, sjaldan hef ég verið jafn glöð eins og þegar í ljós kom að hún Anna Katrín sem getur bara sungið R&B, virðist ekki hafa betra hugmyndaflug fyrir afsökunum en að hún sé með hálsbólgu og á pabba sem kaupir handa henni atkvæði, já hún Anna endaði loksins í þriðja sæti enda eru þeir Jón og Kalli milljón sinnum betri!!
Endaði í góðum fílíng á Pool stofunni á Hverfisgötu og á Hverfisbarnum síðan þar sem dansað var fram eftir nóttu!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home