Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

mánudagur, janúar 12, 2004

Þetta var svakaleg helgi.

Föstudagur
Fór í síðasta prófið mitt loksins, gekk bara alveg ágætlega :-)
Idol partý hjá Helga, hellti slatta af g&t í mig og var í gúddý fíling! Spilaði á gítarinn og stemmarinn var góður. Bærinn, allir á Felix. Fór samt á Hverfis að hitta Sissu. Var orðin ansi vel hress og datt skyndilega úr stuði, taxi heim með Helga og Ólu og krassaði að lokum hjá Ólu.


Laugardagur
Vaknaði í ágætis fíling en hálf tuskuleg eftir djamm gærdagsins við að Óla skipaði mér að koma fram í fjölskyldumorgunverð. Púff. Fór heim og varð þunn as hell. Lág uppi í rúmmi allan daginn enda loksins komin í jólafrí svo það var í góðu. Fór hálf þreytt og slöpp í afmæli til Kristína Lóreyjar, rosa fínt, róleg stemming og læti. Fór heim til Ingu þar sem var kveðjudjamm fyrir Siggu A og haldiði ekki að þeim hafi tekist betur til en svo að koma mér í ruglið! Andsk... þunn as hell byrjuð að hella í mig bjór og passoa svo það var ekki aftur snúið. Skokkað yfir til Stínu þar sem hún var með reunion partý hjá gamla grunnskólanum sínum og kynntumst þar slatta af góðu fólki. Hoppaði í aðra íbúð á sama gangi þar sem var líka partý hjá Katli. By the way, aldrei heyrt um þennan Ketil fyrr en þetta kvöld. Farið í bæinn, stutt stopp á sólon, þjóðleikhúskjallarinn, celtic kross. Fín stemmari, en vorum send út því það var búið að loka, prump!
Eftirpartý hjá Stínu, vorum þar í gúddý fílíng, krassaði í stúdentagörðunum.

Sem sagt mjög góð helgi :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home