Jæja þá er snilldar helgi búin.
Mikið fyllerí, já mjög mikið fyllerí takk fyrir. Bústaðurinn var náttúrulega algjör snilld...hvenær er leiðinlegt að fara í bústað segi ég nú bara. Heitur pottur, bjór, bjór, bjór og já falleg náttúra.
Það var mjög mikið fyllerí í bústaðnum (enda 30 læknanemar ekki búnir að drekka í mánuði) en ég er ekki að grínast með það að það var mun meira fyllerí á fólki í fimmtugs afmælinu á Egilsstöðum.
Hvað er málið með "miðaldra fólk"...af hverju drekkur þetta fólk eins og svín, drekkur mann auðveldlega undir borðið, skandalar meira heldur en velsæmismörk viðurkenna og vakna svo hressir og kátir eftir nokkura tíma svefn og fá sér að borða og líta út fyrir að hafa verði í heilsulind í 3 mánuði og sofið þar allan tíman. Þetta er óþolandi.
Anyways, er á barnaspítalanum að vinna verkefnið mitt og verð hér út maí. Lítur allt saman mjög vel út...gaman að vera byrjaður og að gera eitthvað annað en að lesa námsbækur allan sólahringinn.
Verið þið nú dugleg að commenta, þá verð ég dugleg að blogga
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home