Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

mánudagur, september 08, 2003

Ég er ekkert alveg að standa mig nógu vel að blogga...en það er þá að minnsta kosti eitthvað til að bæta úr, getur varla versnað!

Helgin mín var skrautleg:

Föstudagur:
Heljarinnar læknanemadjamm hófst með litlu innflutningspartýi hjá Dr. Bóbó þar sem við buðum okkur nokkur sjálf í smá bjór áður en haldið var niður á Prada. Þar var frír bjór og læknaspírabolla. Það var því hafist handa við að hella í sig eins miklu ókeypis víni og �slendingi sæmir. Ég tók skemmtilegt teningadrykkjuspil sem ég bjó til með nokkrum ungum læknum (1. árs busum) til að reyna að kenna þeim hvernig á að gera þetta, drekka þar að segja :-). Nýnemakynningin tókst vel og voru flestir vel ölvaðir og nokkrir stóðu sig betur en aðrir. Bryndís, Grísli, Andrea og Sissa komu svo á Prada og voru í fíling. Ég splæsti bjóra á nokkuð marga (hlakka ekki til að skoða stöðuna á reikningnum mínum) og búggíið hélt áfram. Sökum ölvunar mínar og Ólu snillings tókum við saman gott fyllerís "trúnó" og vil ég þakka henni fyrir að gefa mér gott eyra! Góður hópur fólks hélt svo á Sólon þar sem var tómt og því var stefnan tekin á Vegamót. Þar var tekin bjór og teningaspil og stemmarinn var góður. Haldið aftur á Sólon, dansað, Nonnabiti, leigari, sofa.

Laugardagur:
Vaknað við símann kl. 9:48!! Halló hver hringir svona snemma á laugardagsmorgni!! Auðvitað Sissa að biðja mig um að koma að baka! Sofa meira, hjálpa Sissu að baka, 7. ára afmæli hjá Apríl litlu frænku, stelpukökuboð hjá Sissu og glápt á leikinn. Skutlaði Byrndísi og Grísla í bæinn og hafði mig til á 1 mín og fór út að borða á Hereford steikhúsi! ALDREI BOR�A � HEREFORD STEIKHÚSI! Við biðum eftir matnum í tvo tíma sem var svo ekki góður eftir þessa löngu bið, kjötið seigt, kartaflan hrá, bernesósan eins og vatn og maður varð ekkert saddur. Alveg ekki peninganna virði. Kvörtuðum og það eina sem við fengum út úr því var frír drykkurinn með matnum sem var alveg heilar 300 kr á mann! Þetta var algjör stemmnings killer svo elsku Birna mín + ein litil í mallanum komu að sækja okkur og ég gisti hjá henni til að passa hana ef litla mundi vilja komast út þá nóttina!

Sunnudagur:
Læra!

Núna er ég hins vegar að fara að kveðja Sissu mína því hún er að fara að stinga mig af og flytja til Spánar á morgun í heilt ár! Mikið á ég eftir að vera einamma í vetur, þið eruð bara allar vinkonur minar að yfirgefa mig! (ekki allar kannski en margar).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home