Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Kill Bill er snilldar mynd!!!
Það er mjög langt síðan að ég hef komið út úr bíói og verið mjög sátt við að hafa eytt 800 kr í afþreyinguna. Það er mjög langt síðan að ég hef séð mynd sem ég hef verið svona sátt við...þið sem eruð ekki búin að sjá hana, það er komin tími til að drífa sig í bíó!

Bráðavaktin er alltaf jafn skemmtileg, en hvað er málið með læknanema með Parkisons! Ekki muni ég vilja láta hann skera mig upp! Já, talandi um ER, þá gleymdi ég að segja ykkur hvernig ég reddaði mér út úr þessum fyrirlestri um útlit og traust, sem að var órtúlega innihaldslaus og leiðinlegur hjá mér með því að setja inn fullt af myndum af sætum læknum úr ER sem ég fann á netinu :-) Dr. Carter er nú gott dæmi um vel útlitandi og traustverðugan lækni.

Holl matarsamsetning hjá mér í dag, kjúllingur í morgunmat, rosa draumur, fílakarmellur og kók í hádegismat og svo rottuborgari, franskar, koktelsósa og kók frá BSí núna í eftirmiðdag og stórt snickers í eftirmat...ég finn hvernig ég er að grennast!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home