Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

mánudagur, janúar 26, 2004

Fór á snjóbretti í Bláfjöllum með Jónasi í gær!!
Þvílík tilfinningin að finna loksins brettið fast aftur við fæturnar á mér, finna vindin og kuldan gnýsta í kinnunum á leiðinni niður og súrefnið fylla lungun! Vá, þvílík tilfinning! Manni finnst maður loksins vera frjáls þegar maður flýtur niður brekkurnar og tæmir hugan gjörsamlega og hugsar ekki um neitt nema næstu beygju sem maður ætlar að taka og kannski um hólinn sem er framundan og gæti verið gaman að hoppa á. Ég á eftir að lifa á þessari tilfinningu næstu dagana!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home