Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

þriðjudagur, mars 02, 2004

Fór í bestu vísindaferð sem ég hef farið í hingað til á föstudaginn. Leiðinn lá til Pharmanor þar sem tekið var á móti okkur með bjór og látum. Góður fyrirlestur, kannski helst til langur, enda held ég að flest allir hafi verið búnir að skella sér að minnsta kosti einu sinni á klóið á meðan. En síðan tók við þessi geðveika veisla, við erum að tala um að það var kokkur sem hafði eldað alls konar smárétti, heita og kalda, og nóg af rauðu, hvítu og bjór til þess að skola þessu niður með.
Rútan fór með okkur á Pravda þar sem ég skellti niður nokkrum köldum sem voru á ágætis tilboði.
Kvöldið endaði svo á Hverfis, surprise surprise, þar sem ég dansi af mér fæturnar. Alveg snildlar kvöld, mikið af fullum 1. árs nemum, hihi, og 2. árs nemarnir stóðu vel í þeim eins og okkur einum er lagið!

Afmæli hjá Inga Hrafn á laugardaginn, mjög gaman, var samt bara edrú og var öll í skutlinu.

Mataboð hjá tengdó á sunnudagskvöldið, held að ég hafi sloppið frá því bara með prýði...að minnsta kosti skemmti ég mér alveg kostulega.

Ég er alveg dottin í það að mæta í ræktina kl. 6:30 fyrir skóla, það er bara eiginlega algjör snilld. Sef svo sem alltaf í tímum á morgnanna en ég geri það hvort eð er alltaf!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home