Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

föstudagur, apríl 08, 2005

Tíminn líður hratt...já heldur betur haldiði að það sé ekki bara komin 8. apríl. Sem þýðir að ég á afmæli eftir litla 19 daga!! Jei jei jei jei!!
Annars geri ég ósköp lítið þessa dagana svo að ég hef ekki mikið til að skrifa um. Kannski ég fari bara að skrifa um eitthvað á heimspekilegu nótunum í staðinn!! Humm...ég er nátturulega svo skapandi í skriftum, sést á ritgerðinni sem ég er búin að vera að reyna að skrifa núna í 4 vikur og er komin með 10 línur og er að spá í að stroka þær allar út hvort eð er.
Það er samt vísó í mastercard í kvöld. Maður dettur kannski í gírinn og kíkir í bæinn, það er aldrei að vita hvað maður tekur upp á að bralla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home