Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

föstudagur, september 12, 2003

Jæja vikan búin eins og venjulega. Þessi vika er búin að vera sú skemmtilegast í skólanum fram að þessu. Núna á miðvikudag, fimmtudag og föstudag erum við búin að vera á forvarnarnámskeiði í skólanum. Þetta eru búinir að vera langir og strangir fyrirlestrar á milli 8-17 en þeir eru ótrúlega fræðandi og skemmtilegir. Svo er ég að fara að leggja af stað upp í bústað eftir tvo tíma þar sem fræðslan heldur áfram og auðvitað verður tekið eitthvað gott djamm með þar :-)

Annars er ég búin að vera frekar löt að læra þessa vikuna, maður er eitthvað svo þreyttur eftir að hafa setið svona lengi á fyrirlestrum allan daginn þannig að bækurnar verða bara að bíða þangað til eftir helgi.

En ég þarf að drífa mig í ríkið núna (jei) og pakka og svoleiðis. Fáið betri sögu og vonandi sögu af eitthverju rugli sem gerist um helgina á mánudaginn!

Bið ykkur vel að lifa þangað til!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home