Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

mánudagur, september 22, 2003

Ég ætla að verða duglegri að skrifa, ég lofa, annars veit ég svo sem ekkert hvort að það er eitthver að lesa þetta...

Miklar fréttir hjá mér: ÉG VAR EDRÚ ALLA HELGINA!!
Já haldiði það ekki bara, ég fór í idol partý hjá Brynjari á föstudeginum og fólk í góðum fíling þar en nei, ekkert fyrir mig. Fór svo í heimsókn til Andreu og svo til Kalla í heimsókn. Bara rólegt kvöld. Vaknaði reyndar ekki fyrr en á hádegi á laugardag en náði góðum lærudegi og var sátt!
Fór í partý sem Óla var í og þekkti engan og allir héldu örugglega að ég væri skrítin þar, enda edrú en alþekkt geynilega fyrir að vera það ekki. Fórum svo í bekkjapartý til Inga þar sem allir voru vel hressir enda klukkan orðin hálf eitt. Sú setning sem ég heyrði líklega oftast um kvöldið var: "Heiðrún, hvað er að gerast, ég er drukkin(n) og þú ert edrú, ég hef aldrei upplifað þetta!"
Svo var keyrt niður í bæ um 3-leitið en ég var orðin hálf þreytt og það var rigning og rok úti og röð á Hverfis þangað sem allir ætluðu að fara svo að ég stakk bara af og fór heim. Ætlaði nú heldur betur að fara að sofa en gat ekki sofnað svo ég tók upp lífefnafræðibókina til þess að svæfa mig...en nei, nei...henni tókst það sko ekki og ég renndi í gegnum e-r tíu blaðsíður í þessari líka skemmtilegu bók!

BAD BOYS II það er málið í dag. Fór á hana á sunnudaginn með Sivvei, Kristínu og Ólöfu. Mögnum mynd að mínu mati, allir í bíó!

Svo í dag byrjaði ég í taugaanatómíu. Gaman að fá falsh-back frá Clausus í fyrra að sitja í tíma hjá Hannesi Blöndal snillingi. Svo í verklegu að skoða heila, mjög gaman...en samt tóks mér að sofna! Hvað er í gangi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home