Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

þriðjudagur, september 16, 2003

Þessi helgi var algjör snilld!! Þvílík og önnur eins snilld hefur ekki verið til staðar í mínu lífi í lengri tíma! Læknanemaferð 2. ár nema í forvarnarstarfsferð í Þjórsárver rúllar!

Fórum í rútu frá Læknagarði kl 17 á föstudeginum og strax í rútunni var fyrsti bjórinn opnaður. Stoppað var á Pizza 67 á Selfossi þar sem pizzurnar runnu niður í mannskapinn í takt við bjórinn. Húsið sem við gistum í var algjör snilld, ekta hús fyrir svona ferðir. Fólk kom sér fyrir og opnaði áfengið sitt. Kvöldvaka undir góðri stjórn Eyjólfs kom stuði í mannskapinn og miklir leikrænir hæfileikar komu fram í actionary spili. Hellt í sig fram á nótt en þó voru margir að spara sig fyrir laugardagskvöldið. Ég og Geir tókum góða syrpu með slökkvutæki og væntanlegar eru myndir frá ferðinni á netið bráðlega, þar á meðal góð slökkvuliðstækja syrpa. Upplýsingar um hvar þær verður að finna koma síðar.
Eftir að hafa sofið vel uppi á sviði vorum við ræst á laugardeginum og voru þá hópumræður um hin ýmsu málefni tengd kynfræðslu. Eftir hádegi var svo horft á myndband frá samtökunum 68 og loks var farið í snilldar ratleik. Þvílíkur kvöldmatur var borinn fram, lambakjöt með öllu tilheyrandi og rauðvín og hvítvín og yfir matnum voru svo leikþættir sem voru hluti af ratleiknum sýndir. Hver hópur átti sem sagt að vera með stuttan leikþátt og þemað var hözzl. Fólk komið soldið í glas svo að það er ekki hægt að segja annað en að allir hafi farið á kostum gjörsamlega. Djammað fram undir morgun, mikið dansað, mikið drukkið, mikið spilað á gítar (takk Haukur fyrir að hafa slitið alla strengina mína :-) ).
Það sem ég drakk á laugardagskvöldinu:
Rauðvín
Hvítvín
Bjór
Breezer
Eplasnafs
Bacardi Lemon
Viskí
Stroh
og ef til vill eitthvað meira...
Þegar ég fór svo að sofa þá fannst mér mjög góð hugmynd að gefa öllum sem voru farnir að sofa saltstangir að borða og lagði saltstangir á koddan hjá öllum svo þeir gætu fengið sér að borða ef þeir mundu vakna svangir! Ég var ekki vinsæl um morguninn þegar að allir vöknuðu og allt í brotnum saltstöngum út um allt.
� sunnudeginum var fólk hálf þunnt og þreytt en við hlýddum samt á fyrirlestur hjá Eyjólfi og Unni og svo var pakkað og farið heim.

Þessi ferð var algjör snilld og verður lengi í minni höfð! En núna tekur bara við lærdómur, maður verður að reyna að ná upp eitthverju loksins og hætta þessari leti :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home