Púff múff...er ekki ennþá byrjuð í prófum. Skv. lögum háskólans þá er síðasti prófdagur 15 maí, en nei, ég byrja ekki í prófum fyrr en 18 maí og klára ekki fyrr en 31 maí. Já svona er lífið sangjarnt. Og þá er náttúrulega líka búið að vera alveg brilliant veður undanfarið, að sjálfsögðu, hvar væri maður án prófablíðunnar.
En það skrítna við þetta er að þetta er bara alveg fínt. Það sem er alveg gjörsamlega að bjarga mér í þessu er baro-gengið mitt. Baro-gengið mitt samanstendur af vel völdum bekkjarfélögum mínum sem eru með mér að lesa á Barónstígnum. Það munar gjörsamlega öllu að hafa svona moraliskan stuðning þegar maður er að standa í svona vitleysu. Og ekki er verra að koma heim til besta manns í heimi sem knúsar mann þegar maður er uppgefin eftir lestur.
En að skemmtilegum hlutum þá erum við Jónas að fara til Spánar í ágúst :)
Ég hlakka ekkert smá mikið til, að komast í sólina og slappa af og gera nákvæmlega ekki neitt!!
Over and out
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home