Innflutningspartý um síðustu helgi var algjör snilld. Komu miklu fleiri en ég bjóst við svo að það var fullt út úr dyrum. Ég skemmti mér að minnsta kosti alveg konunglega og held að flestir hafi gert það. Takk kærlega fyrir komuna allir!
Annars var dagurinn eftir partý ekki skemmtilegur. Nei, hann var það sko alls ekki...og meira að segja ekki heldur dagurinn þar á eftir....já við erum að tala um tveggja daga þynnku!! Gerist ekki verra. Ég held að ég muni næstu árin að drekka ekki skot...skot eru verk djöfulsins...þvílíkur viðbjóður!
Vísindaferð eftir 1/2 tíma...og hvað haldiði...mig langar ekki einu sinni í bjór...held að þetta hafi barasta aldrei gerst áður. Anyway þá fann ég nágrannanet hérna heima svo að ég ætti að geta stolist af og til á netið og hver veit nema að bullið detti út úr mér og á lyklaborðið og birtist ykkur til skemmtunar jafnvel oftar en hefur verið undanfarið (ekki að það verði nú neitt mjög erfitt)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home