Jæja þá er maður bara í verkfalli.
Ég er ekki alveg að fíla það, hundleiðist og langar í vinnuna...en hey! maður getur ekki latið ganga yfir sig endalaust. Baráttan okkar snýst ekki um launahækkun einu sinni, nei við erum bara að berjast fyrir að launin okkar séu ekki skert. Það átti sem sagt að lækka launin okkar frá því í fyrr sem er náttútulega bara fáranlegt!!
Þannig að ég sit bara við tölvuna og bið eftir fréttum, bíð eftir því að það verði samið.
Prófin búin og svona, gott að koma í smá afslöppun en núna er ég algjörlega tilbúin að fara að vinna. Sérstaklega þar sem ég ætla bara að vinna í 2 mánuði í sumar, þá munar heldur betur um hvern dag í vinnu.
1 Comments:
Bara að prófa.
Skrifa ummæli
<< Home