Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Þetta er fyrir mig. Það les þetta engin lengur, halda allir að ég sé hætt.

Það er ótrúleg uppgötvun þegar maður áttir sig á því skyndilega að lífið er orðið eins og maður óskaði sér alltaf að það yrði. Það er ótrúleg tilfinning að uppgötva skyndilega að maður er nákvæmlega á þeim stað í lífinu sem maður vill vera, ef maður gæti breytt hverju sem er þá mundi maður ekki breyta neinu. Auðvitað er lífið upp og niður og fullt af göllum í því sem fara í taugarnar á manni. En þegar maður hefur áttað sig á göllunum og lærir að virða þá á sama hátt og kostina þá getur maður farið að lifa lífinu. Ég geri það að minnsta kosti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home