Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

fimmtudagur, maí 31, 2007

Nú er þetta búið...

og alvaran tekin við. Já, testin eru búin, ég er búin með 5. ár í læknisfræði. Sjæses hvað tíminn liður hratt...þetta er bara rugl.

Alvaran er tekin við, já það er ekki hægt að segja neitt minna. Er byrjuð í vinnunni sem afleysingarlæknir á Heilsugæslunni í Mosfellsbæ. Nú er maður ekki lengur í neinni sápukúlu þar sem ábyrgðin er algjörlega á annarra manna höndum. Nei núna þarf maður að bera ábyrgð og taka ákvarðanir. Það er ekki laust við að maður hafi verið töluvert tachycard þegar maður vaknaði í morgun, já og ætli blóðþrýstingurinn verið ekki krónískt hækkaður í allt sumar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home