Rán
ÍTR er að stunda ránsstarfsemi þessa daganna. Ég skrapp upp í Bláfjöll einn daginn í páskafríinu og við skötuhjúin ætluðum að skella okkur á bretti. Við mættum á svæðið öll græjuð upp, ágætis veður en ekki var mikið um snjóinn og vegna sólar virtist færið vera ansi þungt. Ég arka upp í miðasölu og bið um tvo miða. Gellan í búrinu svarar: "Það eru 3800 kr." WHAT!! Fyrir ekkert sérstakt færi, brekkur sem maður er 2 og 1/2 mín að skíða niður og röð í lyftunum þannig að maður er um 20 mín á leið upp....uhh nei takk, sama og þegið.
Þetta er rán. Ég er á því að þeir eigi að loka skíðasvæðunum, gera þau gjaldþrota og byrja alveg upp á nýtt. Hver er tilbúin að borga þennan pening fyrir nánast ekki neitt. Rugl og rán.
2 Comments:
hey blogga thu bara sjalf.. hehe.. bid ad heilsa herra jonasi :) mi manchi stella... lasagna kvedja SS
Hey ég hafði bara ekki hugmynd að þú værir farinn að blogga aftur :D Gott gott .. hey ég kem bráðum heim .. um leið og ég klára þetta fjandans lokaverkefnisdruslu :S .. Bið að heilsa
Skrifa ummæli
<< Home