AIR
Fórum á AIR tónleikana í Laugardalshöll í gær. Tónleikarnir byrjuðu heldur rólega, enda var ekki kannski við öðru að búast ef maður hugsar um hvers konar tónlist þeir spila. En smá saman fannst mér þeir gefa í og meiri hlutinn af tónleikunum var magnaður. Þvílíkur kraftur seinni partinn og spiluðu þeir öll þau lög sem ég vildi fá að heyra. Ég er þvílíkt sátt með tónleikana, hefðu sko alls ekki viljað missa af þessu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home