Reykingarbann
Verður maður ekki að setja nokkrar línur um þetta mál. Ég persónulega er fáránlega hrifin af þessu. Ég segi bara about time. Við Jónas röltum okkur niður í bæ bæði föstudags og laugardagskvöld og settumst niður á kaffihúsi og fengum okkur 2-3 bjóra. Ég finn það núna hvað ég setti það mikið fyrir mig að ef maður rétt kíkti bara á kaffihús þá kom maður alltaf angandi heim og þurfti að þvo öll fötin sín. Ég mun pottþétt nota mér það meira núna að kíkja aðeins niður í bæ.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home