Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

miðvikudagur, júní 13, 2007

Þá erum við skötuhjúin loksins búin að ákveða okkur hvert við ætlum í sumar. Ég var farin að finna fyrir því að mig vantaði eitthverja gulrót fyrir sumarið, það er ömurlegt að fara beint úr prófi að vinna og vinna alveg þar til skólinn er byrjaður. Maður verður að fá frí, a.m.k. finnst mér það.
Marmaris á Tyrklandi. Ég vona að það verði málið. Markmiðið er svo sem bara að slappa sem mest af og massa eins mikið tan og maður getur fyrir veturinn svo að þetta legst bara mjög vel í mig. Brottför er áætluð 24. ágúst og heimkoma 7 september. Ég missi að vísu fyrstu vikurnar úr skólanum, en það verður bara að reddast.

Efnisorð:

1 Comments:

At 8:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

cooooool.. hey kemuru ekki með mér í laugina eftir vinnu hjá þér í sumar :D Vilhjálmur Ingi er að vinna í nýju sundlauginni í mosó þannig að hann passar að við drukknum ekki :D Hlakka til að sjá þig í júlí eða ágúst :D

 

Skrifa ummæli

<< Home