Ég er nýlega komin heim úr minni fyrstu snjóbrettaferð erlendis. Víð fórum 11 manna hópur (9 læknanemar + 2 makar) til Madonna di Campiglio á Ítalíu í vikuferð núna í byrjun janúar. Að sjálfsögðu fór minn heittelskaði með og vorum við eina brettafólkið, allir hinir voru á skíðum.
Þetta var algjör snilld. Mig hefur alltaf langað að fara í svona ferð, en þetta var miklu betra en ég þorði að vona. Nú er það orðin staðreynd að það verður farið í skíðaferð einu sinni á ári héðan af.
Við fengum líka sól og gott veður allan tíman, færið var gott og engin slasaðist, svo þetta var nánast bara fullkomin ferð. Ítalskar pizzur og bjórinn runnu vel niður og svo sauna og heitur pottur á hótelinu þegar maður kom þreyttur heim úr fjallinu. Lífið verður ekki betra en þetta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home