Ég hef mikið velt fyrir mér þessum blogg-heimi svokölluðum og hef komist að þeirri niðurstöðu að það eru þrjár gerðir af fólki sem bloggar.
1. Fólk sem býr erlendis eða á ættingja erlendis og er að leyfa fólki að fylgjast með lífi sínu því það nennir ekki að senda vinum og ættingjum bréf/tölvupósta - miklu einfaldara að skifa bara það sama fyrir alla.
2. Fólk sem eru miklir pennar og hafa í raun eitthvað merkilegt að segja. Hafa sterkar skoðanir og geta komið þeim frá sér á áhugaverðan hátt.
3. Fólk sem er að skrifa um nákvæmlega ekki neitt, er bara að segja frá því hvað það borðaði í gær og hverja það hitti á djamminu síðustu helgi.
Mér skil vel fólkið sem er í hópum eitt og tvö, en hópur þrjú er mér algjörlega óskiljanlegur. Nú á tímum veraldarvefsins er hægt að finna nánast allar upplýsingar um fólk, bara með því einfaldlega að "googla" það. Vill fólk virkilega að allar þessar upplýsingar um það séu opnar fyrir hverjum sem er? Hvað varð um fiðhelgi einkalífsins - er það ekki "inn" lengur?
Fyrir utan það að þessar færslur eru yfirleitt yfirmáta leiðinlegar lesningar og segja það sama aftur og aftur.
Ástæðan fyrir því að ég hætti að blogga var að allir vinir mínir sem fluttu erlendis voru fluttir aftur heim og mér var farið að líða eins og einstaklingi sem tilheyrði hópi fólks nr. 3.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home