Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

laugardagur, janúar 27, 2007

HM í handbolta

Það er merkilegt hvað svona íþróttakeppnir geta haft mikil áhrif á mann. Öll þjóðin situr eins og vitleysingar fyrir framan sjónvarpið þegar leikur er í gangi og lætur eins og hún viti miklu betur hvað þurfi að gera til að sigra heldur en leikmennirnir sjálfir.

Það sem mér finnst hins vegar merkilegast er hvað úrslit leikjanna hafa gífurlega mikil áhrif á mann. Nú er ég sem dæmi í miðjum prófalestri og því er tilvaldið að taka sér pásu seinni partinn á daginn til að horfa á einn leik. Ef íslenska landsliðið vinnur leikinn er maður hoppandi glaður og mætir stuttu seinna aftur niður í Ármúla (þar sem ég les) og gefur öllum lesfélögunum "high five" og les eins og vitleysingur um kvöldið. Ef leikurinn tapast á hinn bóginn, þá er allt búið. Kvöldið er ónýtt og það eru 50/50 líkur að maður nenni einu sinni að mæta aftur að lesa.
Þannig að niðurstaðan er sú að ef "strákarnir okkar" verða lélegir í þeim leikjum sem eftir eru af mótinu þá ætla ég að kenna þeim persónulega um ef mér gengur illa í prófunum í næstu og þar næstu viku.

2 Comments:

At 6:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jei :)

dr.Maack farin að blogga aftur....´líst mér á þig ;)

 
At 2:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

og anonymous er?

 

Skrifa ummæli

<< Home