Stanslaust stuð
Þá er maður að verða stigin upp úr flensunni. Helvítið náði mér á endanum
Var boðin í leikhús af tengdamóður minni í gærkveldi. Til að hafa ennþá meira gaman af ferðinni kom móðir min með líka. Sem sagt leikhúsferð á Alveg brillijant skilnaður (einleikur Eddu Björgvinsd.) með mömmu og tengdó. Okey, ég er ekki fan Eddu Björgvins., almennt fer hún frekar mikið í taugarnar á mér, en ég fór með opnum hug á sýninguna þar sem hún er nú búin að vera í sýningu ansi lengi og það hlýtur að vera eitthver ástæða fyrir því.
Niðurstaða: Bara alveg ágætis kvöldskemmtun, vel leikið og Edda fór ekki í taugarnar á mér. Frekar dauf fyrir hlé og ég get ekki sagt annað en mér hafi liðið hálf furðulega þegar farið var að tala um kynlíf miðaldra fólks og gera grín af því með tali og leik, því jú ekki má gleyma að ég sat á milli mömmu og teingdó. Anyways, eftir hlé fór sýningin aðeins á flug og ég náði að hlægja af þó nokkrum bröndurum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home