Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

sunnudagur, mars 04, 2007

Allt að gerast

Jæja nú er loksins eitthvað farið að gerast í skólanum. Jamm, mín er búin að vera viðstödd 3 fæðingar, nokkra keisaraskurði og margt fleira áhugavert. Get ekki annað sagt en að kvenna- og fæðingalækningar hafa hækkað töluvert á listanum mínum varðandi áhuga á sérnámi. Sem er ótrúlega merkilegt því þegar ég byrjaði í læknisfræði fyrir 4 og hálfu ári (omg hvað það er langt síðan) þá var þrennt á útilokunarlistanum:
1. Kvennsjúkdómalæknir
2. Geðlæknir
3. Heimilislæknir
Ég held mig við að útiloka nr. 2 á listanum en nr. 1 hefur hækkað verulega. Hef ekki myndað mér endanlega skoðun á nr. 3 þar sem ég er ekki búin með heimilislæknisfræði kúrsinn, en verð þó að segja að þetta er ennþá á útilokunarlistanum

Og svo bara árshátíð eftir minna en vikur, föstudaginn 9 mars. Það verður sko búggí búggí, búin að kaupa mér kjól og alles. Já, alltaf gaman að sjá Dr. Maack í kjól, gerist ekki á hverjum degi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home