Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Fæðingar

Jæja þá er prófin búin hjá mér í bili, er byrjuð í verklegu námi á kvennadeildinni.
Ég er einmitt í þessuðum töluðu orðum á fyrstu fæðingarvaktinni minni með ljósmóður. Er búin að bíða ótrúlega spennt, hlakkaði ekkert smá til að sjá mína fyrstu fæðingu og upplifa kraftaverkið. En nei, nei. Dr. Maack er alltaf í sama pakkanum. Ég er búin að sitja inn á vakt hjá ljósmæðrunum síðan kl. 8 í morgun að bíða eftir að eitthver kona komi inn sem sé að fara að fæða, en það hefur bara nákvæmlega ekkert gerst. Engin kona fætt. Þetta er fáránleg, sérstaklega þegar maður horfir til þess að um 4000 börn fæðast á Íslandi árlega. En þetta virðist loða við mig. Í fyrra tók ég næturvakt á neyðarbílnum, aðfaranótt sunnudags, og var heldur betur tilbúin í action. En nei, ekki eitt útkall. Hvað er málið með mig?

1 Comments:

At 9:59 e.h., Blogger Ally said...

Go Heija, Go Heija, Go Heija!

 

Skrifa ummæli

<< Home