Tónlist
Það er merkilegt hvað maður tengir ákveðnar tilfinningar sterklega við ákveðin lög.
Sérstaklega finnst mér merkilegt þegar maður er að gera eitthverja rólega hluti, t.d. situr og lærir, eða situr einn í bíl og er að keyra eitthvert út á landi, og það kemur eitthvað fáranlega heimskulegt lag í útvarpinu sem kveikir á brjálaðri djamm tilfinningu hjá manni. Það síðasta sem maður var að hugsa um áður en lagið byrjaði var eitthvert fáránlegt blindafyllerí, en um leið og lagið byrjar þá getur maður ekki hugsað um neitt annað en tilfinninguna að vera wasted (sót-ölvaður). Ég er ekki frá því að maður finni jafnvel fyrir áhrifunum í smá stund leyfi maður sér að detta inn í tilfinnninguna. Já, það er ekki hægt að segja annað en að tónlist geti haft mikil áhrif á mann.
1 Comments:
o hvad eg er sammala ther.. hedonism m skunk minnir mig alltaf a thig, reyndar ekki fylleri en good old times :) massakvedja fra italiunni
Skrifa ummæli
<< Home