Þorrablót
Ég var svo lánsöm að fara á þorrablót Holtamanna á Laugarlandi sl. laugardagskvöld. Þorrablót eru nátturulega ekkert annað en snilld. Þar sem ég er ekki heimakona úr Holtamannasveit þekkti ég örfáar hræður á staðnum. En það er ekki hægt að skafa það af sveitamönnum að þeir kunna að skemmta sér. Á uppákomum sem þessari er alltaf skemmtinefnd sem sér um skemmtiatriði á hverju ári. Ganga þau að mestu út á að gera grín að sveitungum og atburðum sl. árs. Það er því ekki hægt að segja annað en að skemmtiatriði séu vel heppin þegar að Reykjavíkur-rotta eins og ég get setið yfir skemmtiatriðum sem þessum í um 1-2 klst og hlegið meiri hluta tímans.
Hins vegar kom nokkuð augljóslega í ljós að ég væri ekki sveitungur þegar ég fór að horfa á borðin í kringum mig. Þarna sat ég í mestu makindum og drakk mitt rauðvín sem ég tók með mér, n.b. heila flösku því ég ætla mér sko að vera wasted. Þegar mér var litið á drykki sessunauta minna og fólksins á borðum í kring fór um mig minnimáttarkennd, varla mátti greina neitt annað en vodka eða íslenskt brennivín, og inn á milli svona eins og kassa af bjór. Og ekki nóg með það, heldur var um 1 stk. af vodka/brennivínsflösku við hvert sæti. Ég held að fólk hafi litið á mig sem eitthvern vitleysing úr borginni, með mína ágætis rauðvínsflösku. Og ég sem hélt að ég væri ágætis drykkjumaður.
1 Comments:
haha bloggið þitt er algert YNDI, þú ert yndi.. sakna þín beibí.. ciao bellissima
Skrifa ummæli
<< Home