Reykingar vs. Farsímanotkun
Það hefur mér alltaf verið gjörsamlega óskiljanlegt með öllu hvers vegna fólk er stoppað af löggunni og rukkað um fullt af pening fyrir að tala í farsíma undir stýri en engin segir neitt við því þegar fólk reykir undir stýri.
Þetta er í mínum huga svo fáránlegt að það nær engri átt. Ég er ekki að segja að það sé hættulaust að tala í farsíma undir stýri, en að mínu mati er mun hættulegra að reykja undir stýri. Afleiðingar þess að missa sígrettu í sætið eða gólfið geta verið mun alvarlegri en að missa símann sinn. Svo ég tali nú ekki um óþveran við að reykja í bíl, ekki það að það komi málinu alveg við, en það er algjör viðbjóður að sjá fólk strompreykjandi með lokaða glugga og svo barn eða börn í aftursætinu. Ég vil sjá jafnar sektir fyrir að tala í farsíma undir stýri og það að reykja undir stýri, og það strax!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home