Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

mánudagur, mars 12, 2007

Búggí búggí - út á gólf - fyrir þá - sem vilja dansa...

Já það var sko búggí búggí á árshátíðinni. Ótrúlegt hvað svona 3 klst. dans tekur mikið á. En að öllu leiti tókst árshátíð læknanemar mjög vel þetta árið. Maturinn góður, allir fínir og sætir, skemmtiatriðin hressandi, mikið dansað og bara allt eins og það á að vera.

Ég var að vísu ansi þreytt þegar ég mætti, enda skellti doktorinn sér í Powerade hlaupið á fimmtudagskvöldið. Ég og Allý vorum einu hetjurnar sem létum sjá okkur í þetta skiptið. Ég er ekki búin að æfa nánast neitt á þessu ári svo að formið var ekki upp sitt besta. En þrjóskan í mér, eins og þeir sem þekkja mig úr sundinu vita af, píndi mig áfram og ég náði markmiði mínu að hlaupa 10 km undir ákveðnum tíma. En þvílíkt hvað mér leið illa eftir á. Hvað er maður að gera sér ég bara spyr? Rugl, já ekkert nema rugl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home