Hnakkaþykkt
Það eru til ótrúlega mörg greiningartæki og tól í læknisfræði sem við notum dags daglega og fólk nýtur mikils gangs af. Mörg þessara tækja eru einföld en geta gefið okkur gífurlega mikilar upplýsingar. T.d. röntgenmyndir sem sýna okkur beinbrot o.s.frv.
Fyrir mér er hins vegar algjörlega óskiljanlegt hvernig sumir þessara hluta komust í gangnið og hvernig fólki datt þetta í hug. Eitt besta dæmið sem ég veit um slíkt er hnakkaþykktarmæling sem er gerð í 12. vikna sónar skoðun hjá konum á meðgöngu. Með henni er hægt að spá fyrir um líkurnar á meðfæddum göllum hjá fóstrinu, m.a. litningagalla (t.d. Down´s) eða hjartagalla. Það sem ég skil hins vegar alls ekki er hvernig eitthverjum gat hugsanlega dottið í hug að það væru tengsla á milli hnakkaþykktar hjá fóstri á 12 viku meðgöngu og meðfæddra gallra. Hvernig fékk maðurinn, sem heitir reyndar Kypros Nicolaides, þessa hugmynd? Vaknaði hann bara einn daginn og hugsaði: "best að prófa að mæla hnakkaþykkt hjá fóstrum og sjá hvort það tengist eitthverju?"
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home