Verð bara að fá að ausa úr reiði minni hérna. Ég las nefnilega í morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum grein þar sem var verið að tala um hversu miklu betri skil kennara í HÍ á einkunnum væri orðin. Já einmitt...hrósum þeim...
Ég var í kúrsus í fæðingar- og kvennsjúkdómafræði í vetur, þ.e. í febrúar og mars. Fór svo í próf þann 2. apríl sl. Og það er mikilsvert að taka það fram að um munnlegt próf var að ræða að mestu, þetta var stöðvarpróf með 6 munnlegum stöðvum og 2 skriflegum þar sem skrifaðar voru mjög stuttar ritgerðir ca. 1 bls A4 stærð.
Í dag er 27. júní. Það styttist í að það séu liðnir 3 mánuðir síðan ég fór í prófið. OG ÉG ER EKKI ENNÞÁ BÚIN AÐ FÁ EINKUNN!!! Mér er svo sem alveg sama um þessa einkunn en námslánin sitja á hakanum og yfirdrátturinn í bankannum er orðin ansi mikill og kostnaðarsamur. Þetta er það allra lélegasta sem ég hef nokkur tíma upplifað í sambandi við svona hluti!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home