UMFERÐ
Íslendingar kunna ekki að keyra. Það er ekki flóknara en það. Og ég er ekki að tala um hraðaaksturinn og allt "hæpið" í kringum það.
Það sem fer mest af öllu í taugarnar á mér í sambandi við umferð á Íslandi er að Íslendingar kunna ekki að keyra á götum með fleiri en 1 akrein. Besta dæmið um þetta er Ártúnsbrekkan. Það er viðtekin venja að hægari bílar eigi að keyra á akreinum lengra til hægri svo að hraðskreiðari bílar komist fram úr á akreinunum til vinstri. Þetta kunnum við ekki. Það er alveg fáránlegt að horfa upp á bíla keyra á akrein alveg lengst til vinstri á hraða töluvert undir hámarkshraða og svo kemur bíll á fleygiferð og tekur fram úr honum hægra megin við hann. SVONA Á ÞETTA EKKI AÐ VERA. Hægfarari bílar eiga að víkja á akreinina hægra megin við sig og hleypa bílum fyrir aftan sig framúr. Svona er þetta gert á hraðbrautunum erlendis og þetta snarvirkar. Ég er handviss um að umferðarslysum mundi fækka gífurlega mikið ef Íslendingar gætu bara drullast til að læra þetta.
1 Comments:
Sammála!!! Ég held ad ef madur keyrdi svona hér thá yrdi á endanum keyrt yfir mann og madur aetti thad skilid...
Skrifa ummæli
<< Home