Vinna
Það er "gaman" að vinna á vinnustað sem hringir í mann á hverjum degi og biður mann um að taka aukavaktir. Þegar það er hringt í mann svona oft þá fer maður ósjálfrátt alltaf að segja nei bara út af pirring yfir trufluninni. Ég vinn á svona vinnustað.
Ekki nóg með það að það sé alltaf verið að hringja í mann, heldur er hringt áfram og maður beðin um taka aukavaktir þó að maður sé búin að segja að maður geti ekki tekið neinar vaktir út mánuðin, maður sé erlendis o.s.frv. Það er samt haldið áfram að hringja í mann.
Og til að toppa þetta allt saman er núna byrjað að hringja í mig og spurja mig af hverju ég sé ekki mætt á vakt, vakt sem ég var aldrei beðin um að taka og hvað þá vakt sem ég hef sagst ætla að taka þar sem ég hef sagt að taki ekki neinar vaktir í þessum mánuði.
Finnst ykkur líklegt að maður endist lengi að vinna á svona vinnustað??
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home