Dr. Maack

Og lífið heldur áfram...

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Skegg - veikindi

Mér finnst mjög gaman þegar allskeggjaður maður sem ég þekki skafar á sér andlitið. Það gerist ekki mjög oft en gleður mig alltaf jafn mikil.

Hins vegar gleður mig það ekki jafn mikið þegar nýrakaði maðurinn verður veikur daginn eftir. Af hverju varð hann veikur? Jú, hann er ekki fljótur að finna orsökina fyrir því...jú honum varð nefnilega svo kalt að vera svona nýrakaður að það hlýtur að vera orsökin fyrir veikindunum.

Það er langt þangað til að ég fæ að sjá hann nýrakaðan aftur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home